Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:29 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið.
Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira