Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2024 20:32 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi. Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi.
Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira