„Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Hinrik Wöhler skrifar 25. október 2024 23:00 Arnar Pétursson kemur skilaboðum áleiðis í leiknum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann frækinn sex marka sigur á Pólverjum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EM en mótið hefst eftir rúman mánuð. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira