Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 13:24 Jeff Bezos, einn auðugasti maður heims og eigandi Washington Post. Getty/David Ryder Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira