Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2024 14:31 Snorra Mássyni fannst rómuð ræða Hallgríms um síðustu helgi heldur ódýr fyrir sinn smekk. vísir/vilhelm/samsett Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. Hallgrímur var í miklu stuði hjá Gísla og lagði meðal annars út af viðtali Þórarins Hjartarsonar við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra þar sem hann talar um að varast beri of mikla blöndun menningarheima. Grein Snorra heitir „Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab“ en þar gerir hann þessa rómuðu ræðu Hallgríms, sem farið hefur eins og eldur í akri um samfélagsmiðla, að umfjöllunarefni. Snorri segir ræðu Hallgríms innblásna en hún sé orðaleikur, enda það sérgrein rithöfundarins. Erum við í alvöru hrædd við sushi og kebab? „Í sjónvarpsþættinum sem hér var nefndur flutti Hallgrímur Helgason innblásna einræðu um útlendingamál á Íslandi. Hallgrímur fór yfir þau störf sem útlendingar vinna hér á landi og benti á að það séu helst útlendingar sem byggi húsin. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ spurði Hallgrímur og hélt áfram: „Við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt.“ Hallgrímur lauk máli sínu svo á skýrum skilaboðum: „Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti, sem eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum.“ Margt gott fólk hreifst svo af afgreiðslunni, eins og Hjálmar Gíslason, einn eigandi Heimildarinnar, að hann skrifaði á Facebook: „Vá, hvað Hallgrímur negldi þetta. Það þarf ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar. Umræðan getur snúist um eitthvað annað.“ Snorri segir þetta lýsandi þversögn fyrir stjórnmálaumræðu okkar tíma. „Á aðra höndina höfum við augljóst og alvarlegt útlendingavandamál, eins og stöðu tungumálsins hjá nýbúum. Á hina höndina höfum við þennan áhrifamikla álitsgjafa í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, sem útskýrir fyrir okkur að ef menn voga sér að ýja að einhverju sem heitið gæti útlendingavandamál, falli þeir sjálfkrafa í flokkinn „á fallanda fæti“. Þeir verða að einhvers konar illmennum.“ Góðu fólki mislíkar og tungumálið verður ókleift Snorri segir stöðuna öllu alvarlegri en svo að hægt sé að afgreiða hana með svona merkimiðum. Á síðasta ári hafi erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað fimmfalt hraðar en Íslendingum á milli ára og Samtök iðnaðarins spái því að innan fárra áratuga verði helmingur vinnumarkaðarins erlendir ríkisborgarar. Með því áframhaldi sé hætt við því að þjóðfélagið skiptist í auknum mæli upp í tvo aðskilda hópa, íslenskumælandi fólk og svo enskumælandi fólk. Tungumálið verði sífellt ókleifari múr þar á milli. „Sem sagt: „Það er ekkert útlendingavandamál á Íslandi, þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ eins og Hallgrímur sagði undir dynjandi lófaklappi. Þegar allt kemur til alls er fullyrðingin ekki annað en orðaleikur, sem er gott og blessað. Það er sérgrein Hallgríms. Ekkert útlendingavandamál. Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar.“ Ljóst er að Snorra þykir þetta ódýr afgreiðsla og í raun vítaverð skammsýni að halda því fram að „það þurfi ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar.“ Lesa má grein Snorra með því að smella á hana hér ofar. Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. 24. október 2024 15:23 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Hallgrímur var í miklu stuði hjá Gísla og lagði meðal annars út af viðtali Þórarins Hjartarsonar við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra þar sem hann talar um að varast beri of mikla blöndun menningarheima. Grein Snorra heitir „Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab“ en þar gerir hann þessa rómuðu ræðu Hallgríms, sem farið hefur eins og eldur í akri um samfélagsmiðla, að umfjöllunarefni. Snorri segir ræðu Hallgríms innblásna en hún sé orðaleikur, enda það sérgrein rithöfundarins. Erum við í alvöru hrædd við sushi og kebab? „Í sjónvarpsþættinum sem hér var nefndur flutti Hallgrímur Helgason innblásna einræðu um útlendingamál á Íslandi. Hallgrímur fór yfir þau störf sem útlendingar vinna hér á landi og benti á að það séu helst útlendingar sem byggi húsin. „Eigum við ekki að sýna þessu fólki smá virðingu?“ spurði Hallgrímur og hélt áfram: „Við hvað erum við hrædd? Sushi, enchilada eða kebab? Þetta er bara svo sorglegt.“ Hallgrímur lauk máli sínu svo á skýrum skilaboðum: „Eina útlendingavandamálið er bara hjá þessum pólitíkusum sem eru á fallanda fæti, sem eru að reyna að reisa sig við með einhverjum ömurlegum kommentum.“ Margt gott fólk hreifst svo af afgreiðslunni, eins og Hjálmar Gíslason, einn eigandi Heimildarinnar, að hann skrifaði á Facebook: „Vá, hvað Hallgrímur negldi þetta. Það þarf ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar. Umræðan getur snúist um eitthvað annað.“ Snorri segir þetta lýsandi þversögn fyrir stjórnmálaumræðu okkar tíma. „Á aðra höndina höfum við augljóst og alvarlegt útlendingavandamál, eins og stöðu tungumálsins hjá nýbúum. Á hina höndina höfum við þennan áhrifamikla álitsgjafa í vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, sem útskýrir fyrir okkur að ef menn voga sér að ýja að einhverju sem heitið gæti útlendingavandamál, falli þeir sjálfkrafa í flokkinn „á fallanda fæti“. Þeir verða að einhvers konar illmennum.“ Góðu fólki mislíkar og tungumálið verður ókleift Snorri segir stöðuna öllu alvarlegri en svo að hægt sé að afgreiða hana með svona merkimiðum. Á síðasta ári hafi erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað fimmfalt hraðar en Íslendingum á milli ára og Samtök iðnaðarins spái því að innan fárra áratuga verði helmingur vinnumarkaðarins erlendir ríkisborgarar. Með því áframhaldi sé hætt við því að þjóðfélagið skiptist í auknum mæli upp í tvo aðskilda hópa, íslenskumælandi fólk og svo enskumælandi fólk. Tungumálið verði sífellt ókleifari múr þar á milli. „Sem sagt: „Það er ekkert útlendingavandamál á Íslandi, þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ eins og Hallgrímur sagði undir dynjandi lófaklappi. Þegar allt kemur til alls er fullyrðingin ekki annað en orðaleikur, sem er gott og blessað. Það er sérgrein Hallgríms. Ekkert útlendingavandamál. Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar.“ Ljóst er að Snorra þykir þetta ódýr afgreiðsla og í raun vítaverð skammsýni að halda því fram að „það þurfi ekki að segja fleira um útlendingamál fyrir þessar kosningar.“ Lesa má grein Snorra með því að smella á hana hér ofar.
Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. 24. október 2024 15:23 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. 24. október 2024 15:23