„Aldrei gott að toppa of snemma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2024 19:02 Halla Hrund kveðst þekkja það af eigin raun að ekki sé gott að toppa of snemma í skoðanakönnunum. Hún átti á tímabili góðu gengi að fagna í könnunum þegar hún var í forsetaframboði, en kom ekki oftast upp úr kjörkössunum þegar upp var staðið. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi hóf kosningabaráttu sína formlega í pallborðinu í dag þar sem hann kynnti áherslumál sín. Hann telur að forystuhlutverk sitt og Ölmu Möller í baráttu við kórónuveiruna muni hafa lítil áhrif á slaginn í pólitíkinni á næstu vikum. „Ég get ekki ímyndað mér að það muni þvælast neitt fyrir okkur enda er það allt annað en það sem við erum að fara að gera núna. Það hefur verið gerð úttekt á krísustjórnun á tímum kórónuveirufaraldursins á vegum stjórnvalda. Það voru fengnir þrír óháðir aðilar til að gera hana og niðurstaðan var að þetta hafi verið gert eins vel og hægt var. Þá sýnir skýrsla OECD um kórónuveirufaraldurinn að við erum á pari við þau lönd þar sem best gekk varðandi árangur í heilbrigðismálum og efnahagslega endurkomu eftir faraldurinn,“ segir Víðir. Víðir segist hafa verið jafnaðarmaður lengi og hafi gengið í Samfylkinguna þegar hún var stofnuð. Hann hafi íhugað að taka sæti á Samfylkingu í síðustu kosningum. „Ég skoðaði þetta fyrir síðustu kosningar og ákvað þá að fara ekki fram. Núna þegar var komið að máli við mig ákvað ég að taka slaginn,“ segir Víðir. Einkaskilaboð formanns Samfylkingar á samfélagsmiðlum um stöðu Dags B. Eggertssonar í komandi baráttu hafa víða verið til umræðu . Víðir segir allt í góðu. „Stemningin í flokknum er góð. Öll þau sem skipa fjögur efstu sæti á listum Samfylkingar hittumst t.d. í gær á vinnudegi. Dagur var þar og hann var bara glaður og kátur. Ég held að öllum sé ljóst sitt hlutverk í komandi baráttu. Við erum að boða breytingar, við erum að horfa til þess að byggja upp,“ segir Víðir. Hvernig er hægt að gera sem mest gagn Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var róleg yfir nýjustu Maskínukönnuninni þar sem Framsókn heldur áfram að dala en fylgi flokksins mælist nú 6,9 prósent. „Það er aldrei gott að toppa of snemma og tala ég þar af reynslu. Við erum að halda af stað. Það var nú bara verið að samþykkja lista núna um helgina. Það eru mörg mál í mínu kjördæmi og verkefnið núna er að kynna áherslurnar. Við leggjum t.d. áherslu á samgöngumál, stórsókn í landbúnaði, orkumálum og uppbyggingu innviða . Verkefnið fram undan er að hitta kjósendur og eiga samtalið um hvernig hægt er að gera sem mest gagn á Alþingi,“ segir Halla. Vantar mannskap í lögregluna Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann ætlar m.a. að nýta sér reynslu sína í lögreglunni til að koma enn frekari umbótum að. Aðspurður um hvort ekki sé erfitt að stíga út úr lögreglunni á þeim krefjandi tímum sem eru þar núna svaraði hann: „Það er auðvitað erfitt en jafnvel þó að ég voni að það sjá einhver eftir mér í lögreglunni þá kemur alltaf maður í manns stað. Það vantar mannskap í lögregluna, það þarf að fá fólk til að vera lengur í almennri löggæslu, það er mjög ung fólk sem sinnir slíkri löggæslu hjá okkur og það þarf að finna út úr því. Svo er misjafnt eftir málaflokkum hvað þarf að leggja áherslu á. Við viljum taka utan um kynferðisbrot og rannsóknir á þeim og á málefnum barna þá bæði brot gegn þeim og brot þeirra sjálfra. Þetta er sitt hvor línan en mikilvægt að sinna báðum,“ segir Grímur. Fiskeldisfyrirtæki greiði nú þegar auðlindagjald Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri fiskeldisfyrirtækisins Kaldvíkur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann segir að reynsla sín í atvinnulífinu og í sveitarstjórn eigi eftir að reynast vel í þjóðmálunum. „Ég var búinn að hugsa lengi hvort ég ætti að hella mér í þjóðmálin. Ég er búinn að vera lengi í pólík, aðallega á sveitarstjórnarstigi. Ég hugsaði með mér þegar ég var að taka ákvörðun að ég er líka með ákveðna reynslu á vettvangi atvinnulífsins og með það í farteskinu tel ég að ég hafi eitthvað fram að færa. Sjávarútvegsmálin eru alltaf mikið þungamál í Norðausturkjördæmi og ég hef mikla reynslu af þeim. Þá þarf að fara að koma niðurstaða í umræðuna um fiskeldi og fiskeldisfyrirtæki. Þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein á Austfjörðum og Vestfjörðum við verðum að fá einhvern frið í greininni, “ segir Jens. Aðspurður um umræðu um auðlindagjald fiskeldisfyrirtækja sagði Jens: „Fiskeldisfyrirtæki eru nú þegar að greiða auðlindagjald sem nemur tæpum tveimur milljörðum króna, þ.e. sem fyrirtækin greiða nú í fiskeldisgjald. Þess utan greiða þau nú tæpar fimm hundruð milljónir í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem rennur að mestu til Hafró. Þannig að nú þegar eru fyrirtækin að greiða tvo og hálfan milljarð í auðlindagjöld. Það rennur einn þriðji af fiskeldisgjaldinu til sveitarfélaganna. Ég held að þetta sé góð fyrirmynd fyrir umræðu um önnur auðlindagjöld.. Ef við ætlum að taka umræðu um auðlindagjöld þá þurfum við líka að ræða um nærsamfélögin þar sem auðlindirnar eru nýttar. Við þurfum að taka þessa umræðu og leiða í jörð því hún er alltaf að koma upp.“ Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Lögreglumál Orkumál Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi hóf kosningabaráttu sína formlega í pallborðinu í dag þar sem hann kynnti áherslumál sín. Hann telur að forystuhlutverk sitt og Ölmu Möller í baráttu við kórónuveiruna muni hafa lítil áhrif á slaginn í pólitíkinni á næstu vikum. „Ég get ekki ímyndað mér að það muni þvælast neitt fyrir okkur enda er það allt annað en það sem við erum að fara að gera núna. Það hefur verið gerð úttekt á krísustjórnun á tímum kórónuveirufaraldursins á vegum stjórnvalda. Það voru fengnir þrír óháðir aðilar til að gera hana og niðurstaðan var að þetta hafi verið gert eins vel og hægt var. Þá sýnir skýrsla OECD um kórónuveirufaraldurinn að við erum á pari við þau lönd þar sem best gekk varðandi árangur í heilbrigðismálum og efnahagslega endurkomu eftir faraldurinn,“ segir Víðir. Víðir segist hafa verið jafnaðarmaður lengi og hafi gengið í Samfylkinguna þegar hún var stofnuð. Hann hafi íhugað að taka sæti á Samfylkingu í síðustu kosningum. „Ég skoðaði þetta fyrir síðustu kosningar og ákvað þá að fara ekki fram. Núna þegar var komið að máli við mig ákvað ég að taka slaginn,“ segir Víðir. Einkaskilaboð formanns Samfylkingar á samfélagsmiðlum um stöðu Dags B. Eggertssonar í komandi baráttu hafa víða verið til umræðu . Víðir segir allt í góðu. „Stemningin í flokknum er góð. Öll þau sem skipa fjögur efstu sæti á listum Samfylkingar hittumst t.d. í gær á vinnudegi. Dagur var þar og hann var bara glaður og kátur. Ég held að öllum sé ljóst sitt hlutverk í komandi baráttu. Við erum að boða breytingar, við erum að horfa til þess að byggja upp,“ segir Víðir. Hvernig er hægt að gera sem mest gagn Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var róleg yfir nýjustu Maskínukönnuninni þar sem Framsókn heldur áfram að dala en fylgi flokksins mælist nú 6,9 prósent. „Það er aldrei gott að toppa of snemma og tala ég þar af reynslu. Við erum að halda af stað. Það var nú bara verið að samþykkja lista núna um helgina. Það eru mörg mál í mínu kjördæmi og verkefnið núna er að kynna áherslurnar. Við leggjum t.d. áherslu á samgöngumál, stórsókn í landbúnaði, orkumálum og uppbyggingu innviða . Verkefnið fram undan er að hitta kjósendur og eiga samtalið um hvernig hægt er að gera sem mest gagn á Alþingi,“ segir Halla. Vantar mannskap í lögregluna Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn skipar þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann ætlar m.a. að nýta sér reynslu sína í lögreglunni til að koma enn frekari umbótum að. Aðspurður um hvort ekki sé erfitt að stíga út úr lögreglunni á þeim krefjandi tímum sem eru þar núna svaraði hann: „Það er auðvitað erfitt en jafnvel þó að ég voni að það sjá einhver eftir mér í lögreglunni þá kemur alltaf maður í manns stað. Það vantar mannskap í lögregluna, það þarf að fá fólk til að vera lengur í almennri löggæslu, það er mjög ung fólk sem sinnir slíkri löggæslu hjá okkur og það þarf að finna út úr því. Svo er misjafnt eftir málaflokkum hvað þarf að leggja áherslu á. Við viljum taka utan um kynferðisbrot og rannsóknir á þeim og á málefnum barna þá bæði brot gegn þeim og brot þeirra sjálfra. Þetta er sitt hvor línan en mikilvægt að sinna báðum,“ segir Grímur. Fiskeldisfyrirtæki greiði nú þegar auðlindagjald Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri fiskeldisfyrirtækisins Kaldvíkur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann segir að reynsla sín í atvinnulífinu og í sveitarstjórn eigi eftir að reynast vel í þjóðmálunum. „Ég var búinn að hugsa lengi hvort ég ætti að hella mér í þjóðmálin. Ég er búinn að vera lengi í pólík, aðallega á sveitarstjórnarstigi. Ég hugsaði með mér þegar ég var að taka ákvörðun að ég er líka með ákveðna reynslu á vettvangi atvinnulífsins og með það í farteskinu tel ég að ég hafi eitthvað fram að færa. Sjávarútvegsmálin eru alltaf mikið þungamál í Norðausturkjördæmi og ég hef mikla reynslu af þeim. Þá þarf að fara að koma niðurstaða í umræðuna um fiskeldi og fiskeldisfyrirtæki. Þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein á Austfjörðum og Vestfjörðum við verðum að fá einhvern frið í greininni, “ segir Jens. Aðspurður um umræðu um auðlindagjald fiskeldisfyrirtækja sagði Jens: „Fiskeldisfyrirtæki eru nú þegar að greiða auðlindagjald sem nemur tæpum tveimur milljörðum króna, þ.e. sem fyrirtækin greiða nú í fiskeldisgjald. Þess utan greiða þau nú tæpar fimm hundruð milljónir í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem rennur að mestu til Hafró. Þannig að nú þegar eru fyrirtækin að greiða tvo og hálfan milljarð í auðlindagjöld. Það rennur einn þriðji af fiskeldisgjaldinu til sveitarfélaganna. Ég held að þetta sé góð fyrirmynd fyrir umræðu um önnur auðlindagjöld.. Ef við ætlum að taka umræðu um auðlindagjöld þá þurfum við líka að ræða um nærsamfélögin þar sem auðlindirnar eru nýttar. Við þurfum að taka þessa umræðu og leiða í jörð því hún er alltaf að koma upp.“
Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Lögreglumál Orkumál Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent