FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 22:02 Thomas Delaney, fyrirliði FCK, í baráttunni í leik helgarinnar. FC Kaupmannahöfn FC Kaupmannahöfn lét vita að það hefði áhyggjur af því hvernig öryggismálum á Bröndby-vellinum væri háttað fyrir leik liðanna um helgina í efstu deild Danmerkur. Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti