Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 20:18 Selenskíj og Bjarni fyrir utan ráðherrabústaðinn á Þingvöllum í dag. Fjölmiðlaskarinn fylgist með þeim. Vísir/Vilhelm Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, lenti hér á landi síðdegis í dag. Bílalest hans fór fyrst í miðborg Reykjavíkur, áður en forsetinn hélt til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Hér að neðan má sjá þegar Selenskíj mætti til fundar við Bjarna. Að fundinum loknum fóru Bjarni og Selenskíj að gestastofu Þingvalla á Haki. Þar tóku þeir á móti, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands og Jonas Gahr Støre Forsætisráðherra Noregs, í nokkuð vindasömu og blautu veðri. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Selenskíj ganga hér á Þingvöllum. Áhugi fjölmiðla á fundi þeirra var mikill, og svo hefði veðrið mátt vera betra.Vísir/Vilhelm Hópurinn gekk stuttan spöl, stillti sér upp til myndatöku, og hélt síðan inn til fundar. Að fundi þeirra loknum var blásið til blaðamannafundar. Þar ítrekuðu forsætisráðherrarnir fimm stuðning ríkja sinna við Úkraínu, og Selenskíj þakkaði þeim stuðninginn, sem hann sagði í senn mikinn og mikilvægan. Að loknum ávörpum var opnað fyrir spurningar blaðamanna. Þar var Selenskíj spurður um framgang mála á víglínunni í Úkraínu, og áhrif mögulegs kjör Donalds Trump til forseta í Bandaríkjunum á stöðuna. Bjarni var einnig spurður hvernig Ísland ætlaði að styðja við vernd orkuinnviða í Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Á morgun mun Selenskíj funda með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. Hér að neðan má nálgast blaðamannafund Selenskíj og forsætisráðherranna. Fylgst var með framvindu dagsins í vaktinni, en hana má finna með því að smella hér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þingvellir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira