Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024

Fréttamynd

Ó­viss hvort eigin­maðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp

Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Úkraínuforseti gagn­rýnir hik vest­rænna leið­toga

Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu.

Innlent
Fréttamynd

Støre lét sig ekki vanta í Sund­höllina

Jonas Gahr Støre for­sætis­ráð­herra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna.

Lífið
Fréttamynd

Segir lífs­gæði að veði ef landa­mærin eru ekki tryggð

Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band: Á­varp Selenskíjs

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Selenskíj og Halla ræða saman á Bessa­stöðum

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var dagur Selenskíjs á Ís­landi

Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaðir lög­reglu­menn standa vaktina

Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fundar með for­seta Úkraínu í dag

Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk mótar fram­tíð Norður­landa

Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Akademískt frelsi er í hættu – Tími til að­gerða

Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi.

Skoðun
Fréttamynd

Selenskí kemur til Ís­lands á morgun

Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Innlent
Fréttamynd

Hvað eiga lýð­ræði og há­tíðar­höld sam­eigin­legt

Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið.

Skoðun