„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 23:15 Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, og Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur. Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur.
Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41