Handbolti

Þor­steinn Leó öflugur í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto.
Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto. vísir/Anton Brink

Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta.

Heimamenn í Porto voru mun sterkari aðilinn í kvöld og sigurinn aldrei í hættu. Munurinn var sjö mörk í hálfleik, 17-10, og var orðinn 13 mörk þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 37-24 og þægilegur sigur Porto staðreynd.

Þorsteinn Leó skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum. Aðeins Pedro Veitia Valdez kom að fleiri mörkum en hann var hreinlega óstöðvandi í kvöld með níu mörk ásamt því að gefa sex stoðsendingar.

Í hinum leik kvöldsins í F-riðli vann Melsungen nauman sigur á Val að Hlíðarenda. Staðan í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir er þannig að Melsungen er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, Porto er með fimm stig á meðan Vardar er með tvö og Valur situr á botninum með aðeins eitt stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×