„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:00 Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Vísir/Anton Brink Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. „Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02