„2016 leit þetta mun betur út fyrir Clinton en það lítur út fyrir Harris núna og það er ekki vegna þess að hún sé svo langt á eftir heldur er það vegna þess að hversu rosalega jafnt þetta er.“
Á meðan kosningabaráttunni stendur hafa verið gerð tvö banatilræði að Trump. Þá telja margir baráttuna hafa verið ansi grimma. Silja Bára segir þetta ekki endilega ná eyrum flestra kjósenda. Margir byrji ekki að fylgjast með fyrr en tvær eða þrjár vikur eru í kosningar og því geti til dæmis banatilræðin gegn Trump hafa farið fram hjá einhverjum.
„Auðvitað hefur þetta kynt undir heitustu stuðningsmönnum Trump. Að sjá sinn frambjóðanda vera settan í hættu ítrekað, að skynja það að ríkið sem eigi að skaffa honum öryggisgæslu sé ekki að gera það nægilega vel. Þetta getur hert fylgið og tryggt að það mæti á kjörstað.“
Hefði verið kosið í dag telur Silja Bára líklega að Trump myndi sigra. Það hafi verið hreyfing á fylgi honum í hag undanfarna daga.
„En þetta er svo tæpt að það er eiginlega ekki hægt að spá fyrir,“ segir hún og að það geti líka haft áhrif að um 10 prósent kjósenda séu nú þegar búin að kjósa.
Kosningarnar fara fram eftir viku þriðjudaginn 5. nóvember.
