Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 30. október 2024 19:57 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira