Erlent

Trump lék ruslakarl í Wisconsin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nú þegar minna en vika er til kosninga einbeita frambjóðendurnir sér að sveifluríkjunum svokölluðu.
Nú þegar minna en vika er til kosninga einbeita frambjóðendurnir sér að sveifluríkjunum svokölluðu. Chip Somodevilla/Getty Images

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum.

Ríkið er eitt af þessum mikilvægu sveifluríkjum þar sem baráttan er hvað hörðust. Trump mætti á sviðið klæddur eins og ruslakarl, en mikil umræða hefur skapast um ummæli sem féllu í New York á fundi Trumps þar sem grínisti líkti Puerto Rico við ruslahaug. Demókratar gagnrýndu ummælin harðlega, en þegar Biden forseti blandaði sér í málin gerði hann illt verra, með því að virðast kalla kjósendur Trumps rusl. Þetta greip Trump á lofti og skrýddist í gær skærgulu öryggisvesti og settist líka undir stýri á ruslabíl.

Harris var mikið á faraldsfæti í gær en hún kom fram í þremur ríkjum. Auk Wisconsin heimsótti hún Norður Karólínu og Pennsylvaníu. Á öllum stöðunum voru ræður hennar truflaðar af fólki sem lýsti óánægju sinni með stuðning Bandaríkjanna við Ísrael á Gasa.


Tengdar fréttir

Biden í bobba eftir ummæli um rusl

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en nú er tæp vika í að þjóðin gangi að kjörborðinu.

Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York

Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×