Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 31. október 2024 15:17 Steinþór við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember í fyrra. Vísir Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Steinþóri var sakfelldur í héraði fyrir að svipta Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í síðuna með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra bar Steinþór fyrir sig að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Hafði lagt til að gera honum ekki refsingu Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, lagði það til við dómara í héraði að Steinþóri yrði sakfelldur en ekki gerð sérstök refsing. Hann hafi verið að verjast árás Tómasar, og því nauðsynlegt fyrir hann að verjast. Spurningin væri hvort Steinþór hefði beitt forsvaranlegri sjálfsvörn, en í íslenskri réttarsögu er afar sjaldgæft að fallist er á neyðarvörn. Hún sagði að mögulega væri tilefni til að fara niður fyrir lágmark refsingar fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsisdómur. Og jafnvel fara verulega niður fyrir lágmarkið eða jafnvel gera Steinþóri ekki sérstaka refsingu fyrir umrætt brot. Þó benti hún á að Steinþór hafi verið á reynslulausn þegar brotið var framið og erfitt að líta fram hjá því. Dómsorð var lesið upp í Landsrétti upp úr klukkan 15. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur sýknunnar ekki fyrir. Greint verður frá þeim síðar í dag.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Manndrápið á Ólafsfirði: Steinþór hafi stungið Tómas tvisvar Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október í fyrra. 22. september 2023 09:27
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01
Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. 10. janúar 2024 17:15