Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 11:17 Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Umhverfismál Hafið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun