Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 16:58 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira