Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Skara sem vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með fimm stig, einu stigi meira og einu sæti ofar en Kristianstad sem hefur tapað þremur leikjum í röð.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði Kristianstad með sex mörk. Berta Rut Harðardóttir var ekki á meðal markaskorara.
Í þýsku úrvalsdeildinni vann Íslendingalið Blomberg-Lippe sinn þriðja leik í röð þegar það lagði Bensheim/Auerbach að velli, 28-24.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe og Andrea Jacobsen tvö. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki.