„Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 13:50 Jón Gnarr fjallar um hinn meinta útlendingavanda í grein sinni á Vísi í dag. Hann ber þann vanda saman við „unglingavandann“ sem gert var mikið úr á níunda áratugnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök. Jón Gnarr skrifaði skoðanagreininni „Unglingavandinn“ sem birtist á Vísi í dag. Þar rifjar hann upp hvernig mikið var gert úr „unglingavandamálinu svokallaða“ þegar hann var að vaxa úr grasi. Fjölmiðlar, lögreglan og eldri borgarar hefðu keppst við að gera sem mest úr vandanum og blöðin gjarnan tekið fram í fyrirsögnum ef unglingar áttu í hlut. „Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu,“ skrifar Jón í greininni. Óttinn við unglingana mikill Jón segist hafa verið skíthræddur við unglinga sem barn og tekið stórar krókaleiðir til að forðast staði þar sem unglingar héldu sig. „Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig,“ skrifar hann. Hann hafi verið Hlemmari og pönkari en þrátt fyrir það ekki orðið mikið var við óheilbrigði meðal unglinga almennt. „Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum.“ Hann rifjar upp þegar blaðamaður Vikunnar fór árið 1981 á stúfana til að rannsaka hið meinta unglingavandamál sem hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi. „Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. ,Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,' sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík.“ Múgsefjun, ranghugmyndir og fordómar frekar en staðreyndir Þeir sem voru unglingar á þessum tíma séu í dag fullorðin og unglingavandamálið að mestu horfið. Í raun hafi unglingar legið vel við höggi og því kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Ástandið hafi batnað sjálfkrafa um leið og ríkið og sveitarfélögin tóku til í málunum. Nú sé nýtt vandamál komið upp sem minni um margt á þennan gamla vanda. „Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál“,“ segir Jón í greininni. Hægt sé að leysa „útlendingavandann“ á sama hátt og „unglingavandann“ forðum: „Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Jón Gnarr skrifaði skoðanagreininni „Unglingavandinn“ sem birtist á Vísi í dag. Þar rifjar hann upp hvernig mikið var gert úr „unglingavandamálinu svokallaða“ þegar hann var að vaxa úr grasi. Fjölmiðlar, lögreglan og eldri borgarar hefðu keppst við að gera sem mest úr vandanum og blöðin gjarnan tekið fram í fyrirsögnum ef unglingar áttu í hlut. „Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu,“ skrifar Jón í greininni. Óttinn við unglingana mikill Jón segist hafa verið skíthræddur við unglinga sem barn og tekið stórar krókaleiðir til að forðast staði þar sem unglingar héldu sig. „Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig,“ skrifar hann. Hann hafi verið Hlemmari og pönkari en þrátt fyrir það ekki orðið mikið var við óheilbrigði meðal unglinga almennt. „Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum.“ Hann rifjar upp þegar blaðamaður Vikunnar fór árið 1981 á stúfana til að rannsaka hið meinta unglingavandamál sem hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi. „Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. ,Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,' sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík.“ Múgsefjun, ranghugmyndir og fordómar frekar en staðreyndir Þeir sem voru unglingar á þessum tíma séu í dag fullorðin og unglingavandamálið að mestu horfið. Í raun hafi unglingar legið vel við höggi og því kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Ástandið hafi batnað sjálfkrafa um leið og ríkið og sveitarfélögin tóku til í málunum. Nú sé nýtt vandamál komið upp sem minni um margt á þennan gamla vanda. „Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál“,“ segir Jón í greininni. Hægt sé að leysa „útlendingavandann“ á sama hátt og „unglingavandann“ forðum: „Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira