Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 4. nóvember 2024 06:03 Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það? Hversu margir fara eftir næringarráðleggingunum í raun og veru? Samkvæmt landskönnun um mataræði Íslendinga þá eru í raun mjög fáir sem fylgja ráðleggingum og því ekki hægt að fullyrða að næringarráðleggingarnar sjálfar séu rót heilsufarslegra vandamála. Sem dæmi má nefna að ráðleggingar hafa alltaf ráðlagt að forðast að mestu mikið unninn mat og velja frekar heil óunnin matvæli. Þrátt fyrir það þá er unninn matur stór hluti vestræns mataræðis í dag, þvert á hvað ráðleggingar leggja til og hafa lagt til í nokkra áratugi. Mataræðið einkennist þannig af saltneyslu sem er vel yfir ráðlögðum skammti. Þar að auki ná aðeins 2% landsmanna tilskildum dagskammti af ávöxtum og grænmeti, sem eru fimm skammtar á dag, þrátt fyrir ítrekaða áherslu á mikilvægi þessara matvæla í ráðleggingum. Sömu sögu er að segja af neyslu heilkorns, en einungis um einn af hverjum fjórum landsmönnum nær viðmiðum um neyslu á heilkornavörum og þar af leiðandi trefjum. Raunin er nefnilega sú að þó þekkingin sé til staðar þá er ekki þar með sagt að hún heimfærist inn í líf fólks. Það þýðir ekki að vísindalegur grunnur þurfi að breytast, enda virka vísindin ekki þannig. Heldur fremur að aðferðir og fjármagn til að styðja við fólk og samfélög í þekkingu og heilsutengdum venjum þurfi að eflast. Vísindi og hlutleysi í ráðleggingum Vísindi miða að því að vega og meta hvað niðurstöður rannsókna segja í heild og byggja þannig upp gagnreynda þekkingu. Markmið vísindarannsókna er ekki að styðja ákveðna skoðun heldur að spyrja spurninga og leita svo svara á kerfisbundinn og hlutlausan hátt. Þessir ferlar gera það að verkum að vísindi eru stöðugt í endurskoðun og miðast alltaf við að bæta þekkingu í takt við nýjar upplýsingar. Þótt einstaka rannsóknir geti gefið ólíkar niðurstöður, þá eru ráðleggingar byggðar á samræmdum niðurstöðum allra rannsókna þar sem vægi og gæði eru tekin inn í myndina. Öfgafullar upphrópanir um næringu á samfélagsmiðlum Öfgafullar yfirlýsingar eða upphrópanir um næringu eru oft vinsælar á samfélagsmiðlum og vekja gjarnan mikla athygli. Það hefur þó sýnt sig að slíkar upphrópanir stuðla ekki að bættum lífsvenjum nema til skamms tíma, og geta jafnvel aukið óöryggi og kvíða fólks gagnvart næringu. Þær innihalda líka oft misvísandi og ruglandi skilaboð eða stífar reglur sem getur verið erfitt að fylgja eftir til lengri tíma. Þessi nálgun skilar því ólíklega árangri til lengri tíma litið. Þar að auki getur of mikil áhersla á einstök matvæli eða næringarefni leitt til ranghugmynda eða óþarfa hræðslu. Tengsl mataræðis og heilsu eru alltaf margslungin og snúast gjarnan um fæðumynstur og venjur heilt yfir. Almennt getur það því verið virkilega bjagað að leggja áherslu á einstök innihaldsefni/matvæli og mála þau upp sem eitthvað hræðilegt/frábært. Skortur á vísindalegum grunni Öfgafull skilaboð á samfélagsmiðlum og annars staðar hafa sjaldan góð vísindaleg rök á bak við sig, þar sem ráðleggingar um næringu byggja á heildrænu fæðusamspili frekar en stökum innihaldsefnum. Þá virkar betur að leggja áherslu á heildstætt hollt og næringarríkt mataræði til að styðja við heilbrigði í stað þess að beina sjónum að einstaka fæðutegundum eða næringarefnum. Upphrópanir um að tiltekin matvæli séu hættuleg eða valdi skaða á heilsu geta valdið óþarfa kvíða og óöryggi varðandi mat og næringu. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðast matvæli sem í raun er óhætt að neyta sem hluta af fjölbreyttu mataræði. Þá eru jafnvel dæmi um það að fólk forðist næringarrík matvæli og fylgi mjög stífum reglum sem erfitt er að halda til lengdar og engin ástæða var til þess að setja til að byrja með. Varanlegar breytingar byggjast gjarnan á litlum skrefum og breytingum á venjum sem fólk getur viðhaldið án þess að upplifa stöðuga streitu eða sektarkennd. Þegar ráðleggingar eru jákvæðar og raunhæfar þar sem stuðst er við viðurkenndar rannsóknir og heildstæða nálgun, er fólk líklegra til að þróa með sér hollari venjur sem eru viðráðanlegar til lengri tíma og bæta heilsu fólks til lengri tíma litið. Ráðleggingar um næringu eru þó alls ekki stífar reglur heldur viðmið/upplýsingar byggt á bestu vísindalegu þekkingu sem við höfum hverju sinni og þau sem vilja geta nýtt sér til að næra sig sem best í takt við eigin þarfir. Þar sem við höldum út aðgangi á samfélagsmiðlum tengda fræðslu um næringu, viljum við að lokum þakka þeim fyrir sem reglulega senda okkur skilaboð með hugmyndum, spurningum og áhugaverðum og þroskandi samtölum. Þið gefið okkur ástæðu og orku til að halda áfram að fræða. Einnig viljum við þakka öllum þeim karlmönnum sem vilja kenna okkur sitthvað um efnið og saka okkur um hroka. Þið sýnið okkur að hér sé sannarlega þörf á áframhaldandi fræðslu. Fyrir áhugasama má fræðast um allskonar næringarmál og mýtuleiðréttingar hér. Höfundar eru löggiltur næringarfræðingur og meistaranemi í klínískri næringarfræði.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun