Fyrri leikur Íslands og Svíþjóðar fer fram í Kristianstad 9. janúar og sá síðari í Malmö tveimur dögum seinna.
Íslendingar kannast vel við sig í Kristianstad eftir að hafa spilað þar á HM í fyrra. Þá er þegar búið að ákveða að riðill Íslands á EM 2026 verði leikinn í Kristianstad. Svíar halda EM 2026 ásamt Dönum og Norðmönnum.
Heimsmeistaramótið í byrjun næsta árs fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. Ísland er í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum og verður riðilinn leikinn í Zagreb, höfuðborg Króatíu.
Svíar eru í riðli með Spánverjum, Japönum og Sílemönnum en hann verður spilaður í Osló.
Ísland og Svíþjóð mættust síðast á HM 2023 þar sem Svíar unnu fimm marka sigur, 35-30.
Íslenska liðið kemur saman í dag til að undirbúa sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2026. Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið og Georgíu í Tíblisi á sunnudaginn.