Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. nóvember 2024 06:51 Sex greiddu atkvæði í Dixville Knotch í nótt. Harris fékk þrjú atkvæði og Trump þrjú. Því var jafntefli. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. Fyrstu kjörstaðir opna klukkan tíu að íslenskum tíma, en það er þó aðeins í nokkrum ríkjum enda klukkan ekki nema fimm um nótt þar á bæ. Nú þegar hafa um áttatíu milljónir manna kosið utan kjörfundar sem er sögulega mikið, ef kosningar í heimsfaraldri eru undanskildar þar sem mun fleiri gerðu slíkt. Í síðustu kosningum greiddu atkvæði um 160 milljónir manns. Frambjóðendurnir tveir eru enn á ferð og flugi þótt mið nótt sé nú komin þar sem þau eru. Trump var í miklu stuði í Grand Rapids í Michigan.Vísir/EPA Lokarallí Trumps fór fram í Grand Rapids í Michican, sem er eitt af sveifluríkjunum. Þar eyddi hann nokkru púðri í að úthúða keppinaut sínum og kallaði Harris meðal annars vinstrisinnaðan vitleysing. Hann var mjög sigurreifur í ræðu sinni og segist viss um að sigur hans verði sá mesti í pólitískri sögu Bandaríkjanna. Hvatti unga kjósendur á kjörstað Harris var hins vegar á rólegri nótum í sinni lokaræðu sem hún hélt í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, sem er annað mikilvægt sveifluríki, sennilega það mikilvægasta. Hún vék varla orði að keppinaut sínum í ræðu sinni heldur undirstrikaði mikilvægi þess að fá unga kjósendur á kjörstað. Þá þakkaði hún stuðningsmönnum sínum fyrir baráttuna og sagði hana hafa sameinað fólk af öllum stigum lífsins og frá öllum ríkjum landsins. Kamala Harris hélt lokaræðu sína í Fíladelfíu þar sem Lady Gaga og Oprah Winfrey komu fram henni til stuðnings.Vísir/EPA Jafntefli í Dixville Notch Fyrstu niðurstöður úr smábænum Dixville Notch liggja nú fyrir en þar var jafntefli. Donald Trump og Kamala Harris fengu bæði þrjú atkvæði. Bærinn er við landamæri Kanda og hefur það verið hefð allt frá árinu 1960 að opna kjörstað þar á miðnætti og lýsa yfir úrslitum snemma. Á vef CNN segir að fjórir Repúblikanar hafi kosið í atkvæðagreiðslunni og tveir sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við ákveðinn flokk. Í frétt CNN segir að hefð sé fyrir því að allir kjósendur bæjarins komi saman á hóteli í bænum til að kjósa á miðnætti um leið og kjörstaðurinn opnar. Um leið og allir eru búnir að kjósa eru atkvæði talin og niðurstaða kynnt, löngu áður en kjörstaðir opna annars staðar. Í Fulton sýslu var undirbúningur hafinn í gær vegna kosninganna sem fara fram í dag. Þar byrjaði starfsfólk að vinna úr utankjörfundaratkvæðum.Vísir/EPA Söguleg niðurstaða sama hvað Stjórnmálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sama hvernig kosningarnar fara verði niðurstaðan söguleg. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01 Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fyrstu kjörstaðir opna klukkan tíu að íslenskum tíma, en það er þó aðeins í nokkrum ríkjum enda klukkan ekki nema fimm um nótt þar á bæ. Nú þegar hafa um áttatíu milljónir manna kosið utan kjörfundar sem er sögulega mikið, ef kosningar í heimsfaraldri eru undanskildar þar sem mun fleiri gerðu slíkt. Í síðustu kosningum greiddu atkvæði um 160 milljónir manns. Frambjóðendurnir tveir eru enn á ferð og flugi þótt mið nótt sé nú komin þar sem þau eru. Trump var í miklu stuði í Grand Rapids í Michigan.Vísir/EPA Lokarallí Trumps fór fram í Grand Rapids í Michican, sem er eitt af sveifluríkjunum. Þar eyddi hann nokkru púðri í að úthúða keppinaut sínum og kallaði Harris meðal annars vinstrisinnaðan vitleysing. Hann var mjög sigurreifur í ræðu sinni og segist viss um að sigur hans verði sá mesti í pólitískri sögu Bandaríkjanna. Hvatti unga kjósendur á kjörstað Harris var hins vegar á rólegri nótum í sinni lokaræðu sem hún hélt í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, sem er annað mikilvægt sveifluríki, sennilega það mikilvægasta. Hún vék varla orði að keppinaut sínum í ræðu sinni heldur undirstrikaði mikilvægi þess að fá unga kjósendur á kjörstað. Þá þakkaði hún stuðningsmönnum sínum fyrir baráttuna og sagði hana hafa sameinað fólk af öllum stigum lífsins og frá öllum ríkjum landsins. Kamala Harris hélt lokaræðu sína í Fíladelfíu þar sem Lady Gaga og Oprah Winfrey komu fram henni til stuðnings.Vísir/EPA Jafntefli í Dixville Notch Fyrstu niðurstöður úr smábænum Dixville Notch liggja nú fyrir en þar var jafntefli. Donald Trump og Kamala Harris fengu bæði þrjú atkvæði. Bærinn er við landamæri Kanda og hefur það verið hefð allt frá árinu 1960 að opna kjörstað þar á miðnætti og lýsa yfir úrslitum snemma. Á vef CNN segir að fjórir Repúblikanar hafi kosið í atkvæðagreiðslunni og tveir sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við ákveðinn flokk. Í frétt CNN segir að hefð sé fyrir því að allir kjósendur bæjarins komi saman á hóteli í bænum til að kjósa á miðnætti um leið og kjörstaðurinn opnar. Um leið og allir eru búnir að kjósa eru atkvæði talin og niðurstaða kynnt, löngu áður en kjörstaðir opna annars staðar. Í Fulton sýslu var undirbúningur hafinn í gær vegna kosninganna sem fara fram í dag. Þar byrjaði starfsfólk að vinna úr utankjörfundaratkvæðum.Vísir/EPA Söguleg niðurstaða sama hvað Stjórnmálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sama hvernig kosningarnar fara verði niðurstaðan söguleg. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í gær.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01 Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01
Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26