Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 5. nóvember 2024 14:31 Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Þrjár af fjórum ríkisstjórnum sem setið hafa að völdum frá árinu 2013 hafa sprungið með látum á miðju kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í þeim öllum. Glundroðinn sem fylgir Sjálfstæðisflokknum undir forystu Bjarna Benediktssonar blasir við og það er eins og hver önnur öfugmælavísa þegar forsvarsmenn flokksins klifa á því að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum sé ávísun á stöðugleika og festu þegar Sjálfstæðisflokkurinn er beinlínis andlit óstöðugleikans. Glundroði og óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagur, bitna á hagstjórn og innviðum. Óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum Eftir sjö ára stjórnarsetu fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG er staðan í efnahagsmálum sú að stýrivextir hafa verið um eða yfir 9% í meira en ár, verðbólga yfir markmiði í 4 ár og áætlanir ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að ríkið verði rekið með halla í 9 ár. Á þessu tímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst af farið með stjórn fjármálaráðuneytisins og vinnubrögðin eru með þeim hætti að heimilin í landinu borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti í fyrra en þau gerðu árið 2021. Hér er einfaldlega um að ræða ofurskatt á ungt fólk og alla sem skulda - allt í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. En formaður Sjálfstæðisflokksins sker út grasker. Innviðir grotna niður á vakt Sjálfstæðisflokksins Innviðir okkar hafa líka fengið að kenna á glundroða og slæmri hagstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa grotnað niður á þessu tímabili á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er sama hvar borið er niður; heilbrigðismál, menntamál, umönnun eldra fólks, kerfin sem eiga að hlúa að börnum og ungmennum í vanda, samgöngumál, orkumál og þannig mætti áfram telja. Öll þessi kerfi og innviðir hafa látið á sjá og það eina sem blasir við okkur er stöðnun og úrræðaleysi. Sjálfstæðisflokkur lofar skattalækkun en eykur kostnað heimilanna Fyrir utan að skera út grasker þá býður Sjálfstæðisflokkurinn áfram upp á sama innihaldslausa og óábyrga málflutninginn þar sem hvoru tveggja er lofað; skattalækkunum og eflingu innviða. En verkin sýna merkin. Frá 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þyngt skattbyrði vinnandi fólks og hækkað kostnað heimilanna með háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Á hinn bóginn leggur Samfylkingin fram plan um ábyrgar og raunhæfar lausnir. Til þess að kveða niður vexti og verðbólgu verður að ná aftur styrkri stjórn á ríkisfjármálunum, koma húsnæðismarkaðnum í fastari skorður og leggja grunn að hagvexti sem ekki er knúinn áfram af fólksfjölgun heldur aukinni framleiðni. Jafnaðarfólk veit að kraftmikil verðmætasköpun og ábyrg hagstjórn verður að fara saman með sterkri velferð svo að vel takist til við stjórn landsins. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin Það er kominn tími á breytingar og nýtt upphaf. Samfylkingin er tilbúin. Undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur höfum við breytt flokknum, vinnubrögðunum og farið aftur í kjarnann. Við opnuðum flokkinn upp á gátt, héldum fjölda funda vítt og breitt um landið og í samstarfi við fólkið í landinu lögðum við grunninn að áherslum okkar og forgangsröðun fyrir næstu tvö kjörtímabil. Skýrir valkostir - glundroði Sjálfstæðisflokksins eða skýrt plan Samfylkingarinnar Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkshagsmunir vega þyngra en almannahagsmunir eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Samfylkingin er með plan og við erum tilbúin. Höf. er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun