Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun