Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar