Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Lionel Messi svekkir sig eftir óvænt tap Inter Miami á móti Atlanta United í nótt. Getty/Megan Briggs Deildarmeistarar Inter Miami eru óvænt úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í fótbolta eftir 3-2 tap á móti Atlanta United í oddaleik í nótt. Dagur Dan Þórhallsson komst hins vegar áfram með Orlando City en missti vegna taps Inter af tækifærinu á því að mæta Messi. Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter Miami og Atlanta United en bæði lið höfðu unnið sitthvorn 2-1 sigurinn í fyrri leikjum. Inter varð deildarmeistari með sannfærandi hætti og þetta eru því ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppni MLS. Lionel Messi virtist þó hafa bjargað Inter liðinu þegar hann jafnaði metin í 2-2 en Atlanta United tryggði sér sigur og sæti í undanúrslitum deildanna með marki Bartosz Slisz á 76. mínútu. Atlanta skoraði sigurmarkið á meðan varnarmaður Inter lá í vítateignum og liðsfélegar hans sóttust eftir því að fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og Atlanta United refsaði þeim hinum megin á vellinum. Matías Rojas kom Miami yfir í leiknum á 17. mínútu en Atlanta svaraði með tveimur mörkum frá Jamal Thiaré á næstu fjórum mínútum. Messi jafnaði metin á 65. mínútu en sigurmakrið kom ellefu mínútum síðar. Inter Miami var með yfir þrjú í xG (áætluð mörk), var 64 prósent með boltann og reyndi 25 skot að marki Atlanta. Allt kom fyrir ekki og tímabilið er á enda hjá Messi og félögum. Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City komust áfram úr sínu einvígi en þurftu vítakeppni til að vinna Charlotte. Bæði lið höfðu unnið einn leik hvort fyrir þennan oddaleik. Dagur Dan var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 79. mínútu. Charlotte komst yfir á 81. mínútu en Facundo Torres jafnaði metin fyrir Orlando á tólftu mínútu í uppbótatíma þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem var varin. Orlando menn nýttu allar fjórar vítaspyrnur sínar í vítakeppninni en Charlotte klikkaði á tveimur fyrstu sínum og fékk á endanum aðeins að taka þrjár spyrnur því úrslitin voru ráðin. Orlando City mætir Atlanta United í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn