Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar 10. nóvember 2024 11:15 Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Ég er húsasmiður að mennt og starfaði sem smiður í 10 ár áður en ég byrjaði að vinna við almannavarnir. Og ég get lofað ykkur því að ég fór ekki í pólitík til að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Bara alls ekki. Enda hefur Samfylkingin engin áform um sérstakar skattahækkanir á þessar stéttir frekar en aðrar. En ég gekk beint í gildruna hjá Stefáni Einari í Spursmálum vikunni. Það mátti skilja mig sem svo að ég væri sammála fullyrðingu hans um að Samfylking ætlaði að hækka skatta á smiði, hárgreiðslufólk og pípara. Og Morgunblaðið sló því síðan upp í fyrirsögn. Ég var ekki nægjanlega skýr en leiðrétti það hér með. Skattaglufa fyrir fólk með fleiri milljónir á mánuði Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum. Ástæðan er sú að af launum umfram 1,3 milljónir á mánuði þarf að greiða tekjuskatt í efsta þrepi og auðvitað tryggingagjald, sem er samanlagt yfir 52%. Skattur á arð er hins vegar 37,6% þegar búið er að taka tillit til tekjuskatts fyrirtækja og fjármagnstekjuskatts. Þar munar nokkuð miklu. En eins og áður segir þá hefur ehf-gatið engin áhrif hjá fólki sem er með minna en 1,3 milljónir króna í mánaðartekjur. Það hefur hverfandi áhrif upp að 2 milljónum á mánuði – en talsverð áhrif fyrir fólk sem er með fleiri milljónir á mánuði í tekjur. Þar myndast þessi skattaglufa sem við í Samfylkingunni viljum skrúfa fyrir. Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Lokum ehf-gatinu Það eru margar leiðir til að loka ehf-gatinu og öll hin Norðurlöndin hafa gert þetta fyrir löngu, hvert með sínum hætti. Við í Samfylkingu horfum til útfærslunnar í Noregi – en aðalatriðið er ekki hvaða leið er farin, heldur að það verði vandað vel til verka við útfærsluna þannig að hún virki nákvæmlega eins og við höfum sagt að hún eigi að gera. Samfylkingin er tilbúin í þetta verkefni og það er löngu tímabært. Einstaklingar í rekstri munu þó að sjálfsögðu áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því. Og loks er rétt að taka fram að langflestir iðnaðarmenn eru launamenn og aðeins brot af þeim eru bæði sjálfstætt starfandi og með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur. Með því að loka ehf-gatinu aukum við jafnræði og skilvirkni í skattkerfinu án þess að hækka skatta á almennt launafólk, smiði, hárgreiðslufólk eða pípara. Og það skilar umtalsverðum tekjum til brýnna verkefna að koma í veg fyrir að þeir sem eru með mjög háar tekjur notfæri sér ehf-gatið til að koma sér undan greiðslum til samfélagsins upp á marga milljarða á ári. Samfylkingin lækkar kostnað heimila og fyrirtækja Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert nóg af því að hækka kostnað heimila og fyrirtækja – með því að hækka vexti, hækka verð og hækka skattbyrði venjulegs vinnandi fólks, jafnt og þétt, frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila og fyrirtækja. Með því að gera það sem þarf til að negla niður vexti og verðbólgu – með því að taka til í ríkisrekstrinum, fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum, lögfesta stöðugleikareglu og samþykkja hallalaus fjárlög sem fyrst. Og já, til þess þarf vissulega að afla tekna með sanngjörnum hætti. Langstærsta vandamál minni fyrirtækja og einyrkja er óstöðugleikinn sem ríkisstjórnin hefur leitt yfir landið: Þessir alltof háu vextir, verðbólga, húsnæðisverð, stefnuleys og skortur á fyrirsjáanleika er það sem er að gera út af við fyrirtækin í landinu núna. Samfylkingin ætlar að laga þetta. Við ætlum að hrista upp í kerfinu og laga Ísland þannig að það fari að virka aftur fyrir venjulegt fólk, og þar með talið smiði, hárgreiðslufólk og pípara – fáum við til þess traust í kosningunum þann 30. nóvember. Höfundur er húsasmiður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun