Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 19:37 Myndefnið var tekið í september. vísir Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“ Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“
Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09