Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar