Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun