Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun