Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 13:39 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er af flestum talin valdamesta kona í heiminum. Svo virðist sem viðhorf til valdamikilla kvenna fari versnandi. Michele Tantussi/Getty Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára. Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg. Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Heimsþingi kvenleiðtoga segir að niðurstöðurnar hafi verið kynntar á þinginu í Hörpu í dag. Vísitalan, sem sé þróuð af Verian í samstarfi við Reykjavík Global Forum, meti samfélagsleg viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í 23 ólíkum starfsgreinum. Vísitalan sé birt á kvarðanum einn upp í hundrað, sem endurspegli að allt samfélagið telji að konur og karlar séu jafnhæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Ísland vel yfir meðaltali G7 ríkjanna Þetta sé sjötta árið í röð sem vísitalan er kynnt og í ár viðhorf svarenda í G7 ríkjunum, Íslandi, Kenía og Bandaríkjunum verið mæld. Ísland sé efst á kvarðanum, með 87 stig en lækki um tvo stig á milli ára. Meðaltal G7 ríkjanna sé 68 stig. „Þrátt fyrir ágætar niðurstöður á Íslandi þá varpa niðurstöðurnar ljósi á bakslag í viðhorfi til kvenna í forystuhlutverkum í samfélaginu,“ segir í tilkynningu. Kanada hafi mælst með 71 stig, Frakkland 69 stig, Þýskaland 62 stig, Ítalía 64 stig, Japan 66 stig, Bretland 74 stig og Bandaríkin með 68 stig. Vísitalan hafi mælst 73 stig fyrir G7 löndin á árunum 2019 til 2021, en mælist núna 68 stig og hafi aldrei verið lægri. Innan við helmingur Bandaríkjamanna sáttur með konur í stjórnmálum Þá segir að aðeins 47 prósent svarenda í Bandaríkjunum hafi sagst vera „sáttir“ með konu sem leiðtoga í stjórnmálum. Tölurnar séu svipaðar fyrir konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu, meðaltalið fyrir G7 sé 50 prósent. „Nýjustu niðurstöður vísitölunnar sýna aukna pólun í samfélögum G7-landanna, þar sem togstreita milli jafnréttisviðleitni og „bakslags“ í átt að „gamaldags“ hlutverkum er áberandi. Þessi þróun er sérstaklega áberandi meðal yngri aldurshópa. Þegar kemur að forystu í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum segjast rétt rúmlega helmingur (53%) svarenda vera mjög sáttir með konu sem forstjóra stórs fyrirtækis. Þessar niðurstöður undirstrika þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar þær sækjast eftir og gegna forystuhlutverkum í atvinnulífinu.“ Konur betur fallnar til starfa sem tengjast umhyggju og uppeldi Í tilkynningu er helstu niðurstöður Reykjavíkurvísitölunnar fyrir Bandaríkin árið 2024 teknar saman. Þær eru eftirfarandi: Auknir kynjafordómar: Vísitölustigið 68 fyrir Bandaríkin sýnir víðtæka fordóma, þar sem yngra fólk (18-34 ára) sýnir meiri fordóma en eldri hópar. Munur á viðhorfum til kynja: Kynjaskipting kemur einnig fram í svörunum, þar sem viðhorf karla gefa til kynna að um er að ræða aukna fordóma til kvenna. Gamaldags viðhorf til kynhlutverka: Víða í G7-ríkjunum er vísað til ‘aftuför í viðhorfum til kynjahlutverka. Konur eru taldar betur fallnar til starfa á sviðum sem tengjast umhyggju og uppeldi, svo sem í barnagæslu, en síður á sviðum sem talin eru karllæg.
Jafnréttismál Reykjavík Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira