Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun