Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 10:55 Skjáskot af tveimur nýlegum myndböndum af aftökum á úkraínskum stríðsföngum. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira