Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15 í gær. Hákon Óli Sigurðsson Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“ Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“
Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira