Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 14. nóvember 2024 08:31 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Eldri borgarar Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar