Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:01 Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Raforkuverð til heimila og almennra fyrirtækja er lágt og stöðugt. Lykillinn að því er samningar sem gilda langt fram í tímann. Þeir skapa fyrirsjáanleika í verði til almennings og draga úr áhrifum af skammtíma verðsveiflum. Raforkuverð í viðskiptum skammt fram í tímann endurspegla svo stöðuna í raforkukerfinu hverju sinni, segja til um jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Skammtímaviðskipti hafa til þessa verið mjög lítill hluti samanborið við langtímaviðskiptin. Landsvirkjun selur raforku á almenna markaðnum til sölufyrirtækja sem selja hana áfram með álagningu til heimila og fyrirtækja, annarra en stórnotenda. Þau sölufyrirtæki sem nú starfa eru Atlantsorka, Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Landsvirkjun er með um 50% markaðshlutdeild á almennum markaði. Sölufyrirtæki sem eru með litla eða enga raforkuframleiðslu kaupa nánast alla sína orku af okkur. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitunnar sem m.a. var stofnuð til þess að sjá almenningi fyrir raforku og heitu vatni og framleiðir um 18% allrar raforku í landinu. HS Orka framleiðir um 8%. Þessi tvö fyrirtæki selja raforkuframleiðslu sína beint til almennings og stórnotenda, auk þess að kaupa raforku af Landsvirkjun sem ætluð er almenna markaðnum. Meirihluti viðskipta fer fram langt fram í tímann Samið er um raforkukaup hér á landi að langmestu leyti löngu áður en raforkan er afhent. Sölufyrirtæki raforku hafa haft frjálsræði með það hvernig þau haga innkaupum á raforku til að selja síðar áfram til viðskiptavina sinna, þ.e. heimila og minni fyrirtækja á almennum markaði. Þau hafa kosið að ganga frá samningum um meginhluta raforkusölu sinnar marga mánuði og allt að nokkur ár fram í tímann. Samningsverð hvers tíma gildir þegar kemur að afhendingu. Gögn Orkustofnunar sýna að sölufyrirtækin hafa nú þegar tryggt sér 90-100% af raforkunni sem þau sjá fyrir sér að afhenda viðskiptavinum sínum á næstu 12 mánuðum. Frá haustinu 2025 og fram á sumar 2026 hafa sölufyrirtækin tryggt um 60-80% af notkun sinna viðskiptavina. Af gögnum Orkustofnunar má því ráða að sölufyrirtækin tryggja sér raforku og festa samningsverð fyrir viðskiptavini sína langt fram í tímann. Landsvirkjun hefur selt sölufyrirtækjunum hluta af þessari orku að undanförnu. Að baki þeirri sölu búa samningar og fast samningsverð. Fyrir um helming markaðarins sem kemur frá öðrum raforkuframleiðendum, liggja hins vegar ekki fyrir skuldbindingar um tryggt framboð eða fyrirsjáanlegt verð. Aukið gagnsæi Fyrr á þessu ári hóf starfsemi viðskiptavettvangur þar sem kaupendur og seljendur raforku geta átt viðskipti. Á vettvangi Vonarskarðs sést hvernig viðskiptin hafa farið fram að undanförnu. Langmest viðskipti eiga sér stað marga mánuði og nokkur ár fram í tímann. Upplýsingar um selt magn og markaðsverð er öllum aðgengilegt á vefnum. Aðgengi að upplýsingum um raforkuviðskipti hafa aukist verulega með tilkomu viðskiptavettvangs og hann stuðlar jafnframt að auknu gagnsæi. Raforkan sjálf þriðjungur af reikningnum Raforkureikningur heimilanna er þrískiptur: Í fyrsta lagi raforkan sjálf, í öðru lagi flutningur og dreifing orkunnar og í þriðja lagi opinber gjöld. Þessir þrír þættir mynda heildarkostnað heimilis við að nýta raforkuna. Raforkan sjálf er aðeins um 30% af raforkureikningi heimilis. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Samkeppni ríkir í vinnslu og viðskiptum með raforku en flutningur og dreifing hennar er sérleyfisskyld starfsemi. Lögmál markaðar gildir því einungis um 30% af raforkureikningi heimilanna. Eins og áður segir hafa sölufyrirtækin kosið að ganga frá samningum um megnið af raforkukaupum sínum mánuðum og jafnvel árum áður en til afhendingar kemur. Slík fyrirhyggja er grunnurinn að lágu og stöðugu raforkuverði til almennings og stuðlar að auknu raforkuöryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun