„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir, Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa 14. nóvember 2024 12:15 Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar