Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Elon Musk hefur sagt að niðurfelling skattaívilnana vegna rafmagnsbílakaupa muni reynast Tesla vel til lengri tíma. AP/Alex Brandon Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy. Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy.
Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira