Elliði segir HM ekki í hættu Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 14:30 Elliði Snær Viðarsson fær faðmlag frá Bjarka Má Elíssyni, á EM í janúar. vísir/Vilhelm Elliði Snær Viðarsson, fremsti línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, segir ekki hættu á því að hann missi af HM í janúar þó að hann glími nú við meiðsli. Elliði missti af nýlegum sigrum Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM, vegna meiðslanna. „Ég er með teygt aftara krossband og beinmar. En það ætti samt allt saman að gróa og lagast á næstu vikum,“ segir Elliði í samtali við RÚV í dag. Íslenska landsliðið hefur keppni á HM þann 16. janúar þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og fer svo vonandi í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Nú þegar tveir mánuðir eru í fyrsta leik á HM kveðst Elliði, sem reyndar á 26 ára afmæli einmitt í dag, ekki óttast að meiðslin sem hann glímir nú við setji strik í reikninginn. „Það er í raun óvitað hvað ég þarf að hvíla lengi. En það er frekar talið í vikum en mánuðum og samkvæmt læknum bæði heima og hérna úti er stórmótið ekki í hættu,“ segir Elliði við RÚV. Hann leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar með Gummersbach í Þýskalandi og það verður að koma í ljós hvenær næsti leikur hans þar verður. Elliði verður þó að minnsta kosti ekki með þegar Gummersbach tekur á móti Íslandsmeisturum FH í Evrópudeildinni næsta þriðjudagskvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Elliði missti af nýlegum sigrum Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM, vegna meiðslanna. „Ég er með teygt aftara krossband og beinmar. En það ætti samt allt saman að gróa og lagast á næstu vikum,“ segir Elliði í samtali við RÚV í dag. Íslenska landsliðið hefur keppni á HM þann 16. janúar þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og fer svo vonandi í milliriðil með þremur liðum úr H-riðli (Egyptaland, Króatía, Argentína, Barein). Nú þegar tveir mánuðir eru í fyrsta leik á HM kveðst Elliði, sem reyndar á 26 ára afmæli einmitt í dag, ekki óttast að meiðslin sem hann glímir nú við setji strik í reikninginn. „Það er í raun óvitað hvað ég þarf að hvíla lengi. En það er frekar talið í vikum en mánuðum og samkvæmt læknum bæði heima og hérna úti er stórmótið ekki í hættu,“ segir Elliði við RÚV. Hann leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar með Gummersbach í Þýskalandi og það verður að koma í ljós hvenær næsti leikur hans þar verður. Elliði verður þó að minnsta kosti ekki með þegar Gummersbach tekur á móti Íslandsmeisturum FH í Evrópudeildinni næsta þriðjudagskvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni