Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 18:45 Þorsteinn segir ekki ástæður til að hafa sérstakar áhyggjur af Sveindísi enn sem komið er. Vonandi vinni hún sig inn í lið Wolfsburgar þegar líður á leiktíðina. Samsett/Vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur. Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira