Sædís endaði tímabilið vel en í síðustu tveimur deildarleikjum Vålerenga skoraði hún tvö mörk og lagði upp eitt.
Ólafsvíkingurinn spilaði sextán deildarleiki á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku; skoraði fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar.
Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Lilleström sem komst yfir á strax á 5. mínútu en Sædís jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok. Lilleström endaði í 4. sæti deildarinnar en fjögur stig voru dregin af liðinu vegna fjárhagsvandræða.
Årets siste seriekamp ender med poengdeling! pic.twitter.com/fPl5ySsBfh
— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 16, 2024
Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg luku tímabilinu á 0-1 sigri á Roa á útivelli. Sigurmarkið kom á sjöundu mínútu í uppbótartíma. Rosenborg endaði í 3. sæti deildarinnar.
Þrjár íslenskar landsliðskonur komu við sögu í leik Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby vann leikinn, 3-0.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby sem hefur unnið þrjá leiki í röð.
SEJR I ÅRETS SIDSTE HJEMMEKAMP 🟡🔵 pic.twitter.com/mdGFMpjfOY
— Brøndby IF Women (@Brondbywomen) November 16, 2024
Kaupmannahafnarliðið er í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, sex stigum á eftir Fortuna Hjörring og Nordsjælland sem eru í tveimur efstu sætunum.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum.