KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:41 Pétur Árni Hauksson var annar af markahæstu leikmönnum hjá Stjörnunni í dag. Vísir/Hulda Margrét KA og Stjarnan eru komin áfram í 8-liða úrslit í Powerade-bikar karla í handknattleik eftir góða sigra nú í kvöld. KA mætti Herði á Ísafirði nú í kvöld en Hörður féll úr Olís-deildinni eftir síðustu leiktíð. Heimamenn í Herði byrjuðu betur, voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu 18-16 í hálfleik. Þeir komust síðan þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiksins en þá tóku KA-menn við sér. Þeir náðu 9-2 áhlaupi og breyttu stöðunni úr 19-16 yfir í 25-21 sér í vil. Herði tókst að minnka muninn í eitt mark undir lokin en komust ekki lengra og KA fagnaði 30-27 sigri og fara því áfram í 8-liða úrslit. Einar Birgir Stefánsson var markahæstur hjá KA með sex mörk og Patrekur Stefánsson skoraði fimm. Hjá Herði var Endijs Kusners markahæstur með sjö mörk. Patrekur Stefánsson var öflugur hjá KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Í Garðabænum tók Stjarnan á móti Fjölni. Stjarnan komst í 6-2 í upphafi leiks og hélt forystunni út fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum 15-12. Í síðari hálfleik náðu Fjölnismenn í nokkur skipti að minnka muninn í eitt mark en voru í erfiðleikum með að taka skrfið og jafna metin. Í stöðunni 30-29 töpuðu Stjörnumenn boltanum og Fjölnismenn geystust upp og jöfnuðu metin í 30-30 rétt áður en lokaflautið gall. Því þurfti að framlengja leikinn. Þar voru Stjörnumenn sterkari. Þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin og bjuggu til mun sem Fjölnismenn náðu ekki að brúa. Lokatölur 39-33 og Stjarnan tryggir sér þar með sæti í 8-liða úrslitum en Fjölnir er úr leik. Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk líkt og Pétur Árni Hauksson. Hjá Fjölni skoraði Björgvin Páll Ríkharðsson tíu mörk og Brynjar Óli Kristjánsson kom næstur með sjö mörk. Fyrr í dag tryggðu Haukar og ÍR sér sæti í 8-liða úrslitum með sigrum á ÍBV og Þór frá Akureyri. Powerade-bikarinn Stjarnan Fjölnir KA Hörður Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
KA mætti Herði á Ísafirði nú í kvöld en Hörður féll úr Olís-deildinni eftir síðustu leiktíð. Heimamenn í Herði byrjuðu betur, voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu 18-16 í hálfleik. Þeir komust síðan þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiksins en þá tóku KA-menn við sér. Þeir náðu 9-2 áhlaupi og breyttu stöðunni úr 19-16 yfir í 25-21 sér í vil. Herði tókst að minnka muninn í eitt mark undir lokin en komust ekki lengra og KA fagnaði 30-27 sigri og fara því áfram í 8-liða úrslit. Einar Birgir Stefánsson var markahæstur hjá KA með sex mörk og Patrekur Stefánsson skoraði fimm. Hjá Herði var Endijs Kusners markahæstur með sjö mörk. Patrekur Stefánsson var öflugur hjá KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Í Garðabænum tók Stjarnan á móti Fjölni. Stjarnan komst í 6-2 í upphafi leiks og hélt forystunni út fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum 15-12. Í síðari hálfleik náðu Fjölnismenn í nokkur skipti að minnka muninn í eitt mark en voru í erfiðleikum með að taka skrfið og jafna metin. Í stöðunni 30-29 töpuðu Stjörnumenn boltanum og Fjölnismenn geystust upp og jöfnuðu metin í 30-30 rétt áður en lokaflautið gall. Því þurfti að framlengja leikinn. Þar voru Stjörnumenn sterkari. Þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin og bjuggu til mun sem Fjölnismenn náðu ekki að brúa. Lokatölur 39-33 og Stjarnan tryggir sér þar með sæti í 8-liða úrslitum en Fjölnir er úr leik. Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með sex mörk líkt og Pétur Árni Hauksson. Hjá Fjölni skoraði Björgvin Páll Ríkharðsson tíu mörk og Brynjar Óli Kristjánsson kom næstur með sjö mörk. Fyrr í dag tryggðu Haukar og ÍR sér sæti í 8-liða úrslitum með sigrum á ÍBV og Þór frá Akureyri.
Powerade-bikarinn Stjarnan Fjölnir KA Hörður Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira