Innlent

Al­var­legt bíl­slys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Vilhelm

Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur.

Lögreglan á Suðurlandi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Biskupstungnabraut var lokuð í kjölfarið og gert er ráð fyrir því að hún verði lokuð í talsverðan tíma.

Þyrlan var kölluð út skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.

Tilkynningu lögreglu má sjá í heild að neðan.


Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut.

Á áttunda tímanum í kvöld varð alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt frá Þrastarlundi. Árekstur varð milli tveggja bifreiða. Alls voru sex aðilar í slysinu. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu til Reykjavíkur en aðrir fluttir með sjúkrabifreiðum á heilbrigðisstofnanir. Auk lögreglu, sjúkraliðs og Landhelgissgæslu komu Brunavarnir Árnessýslu einnig að verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×