Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2024 22:15 Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun