Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. nóvember 2024 22:15 Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fæðingarorlof Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Vörðurnar á lífsins leið eru margar. Ein sú stærsta, foreldrahlutverkið, er hvorki gefins né sjálfsögð. Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róður barnafólks með stuðningi sem skiptir máli. Ekki aðeins fyrir þau sem þegar eiga börn heldur líka þau sem vilja það gjarnan en hafa átt erfitt með. 150 þúsund króna skattaafsláttur Meðal annars ætlum við að tryggja að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og auka frelsi foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofinu eins og þeim hentar best. Við ætlum að létta undir með fjölskyldum yngstu barnanna og veita þeim árlegan 150 þúsund króna skattaafslátt með hverju barni að þriggja ára aldri. Forgangsröðun í þágu fólks í tæknifrjóvgunum Mig langar sérstaklega að draga fram mál sem er mér hugleikið og ég hef talað fyrir sem þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar styðja enn frekar við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu með auknum stuðningi við fólk sem undirgengst tæknifrjóvganir. Það gladdi mig mikið að sú tillaga mín er nú eitt af kosningastefnumálum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega ekki lagt það í vana sinn að lofa upp í ermina á sér gulli og grænum skógum eins og margir freistast til þegar kosningaskjálftinn gerir vart við sig. Það má því treysta því að þessi tillaga verði að veruleika fáum við til þess umboð. Ég enda ætla að leyfa mér að segja að þessi tillaga er stórgóð. Með henni aðstoðum við fólk í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að leita sér aðstoðar tæknifrjóvgana með þann þunga reikning sem henni fylgja. Hún verður fjármögnuð með því að hætta að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir sem í daglegu tali kallast herraklippingar. Það finnst mér sanngjörn og skynsöm forgangsröðun opinberra fjármuna. Verkefnið á hinum pólitíska vettvangi verður oftar að vera mikilvægisröð verkefna í stað þess að sækja alltaf meira fé til vinnandi fólks því pólitíkusar treysta sér ekki til að forgangsraða. „Ófemínísk“ Þegar ég flutti þetta mál mitt fyrst á Alþingi sagði þingmaður VG í þingræðu sinni í pontu að fjármögnunarhlið tillögunnar væri „ófemínísk“. Sami þingmaður varð svo formaður Velferðarnefndar hvar málið hefði átt að fá þinglega meðferð. Ég vissi þá að málið myndi aldrei komast neitt áfram. Heill hugur og efndir Ég ræddi því við heilbrigðisráðherra um aðstoð, sem hafði áður tekið mér vel þegar ég kom bónleiðina til hans um breytingar á lögum í þágu þeirra sem þurfa að njóta liðsinnis tæknifrjóvgana. Hann tók því aftur vel og segir mér nú að þetta sé í skoðun í ráðuneytinu. Ef ráðherra gerir breytingar á þessu fyrir kosningar mun ég fagna því gríðarlega - en annars er þetta að finna í kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og ég veit að þeim orðum fylgir bæði heill hugur og efndir. Í þágu þeirra sem ég veit að þetta þurfa, þá gleður það mig mjög mikið. Höfundur er þingflokksformaður og í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar