Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2024 09:32 Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun