Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Eldri borgarar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar til Alþingis 30. nóvember n.k. Stjórnmálaflokkar eru að birta þessa dagana stefnumál sín og línurnar farnar að skýrast. Við getum því farið að mynda okkur skoðanir m.t.t. hvað eldri borgurum kemur best. Ég, formaður FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík) gaf kost á mér í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík . Tilgangurinn að hafa áhrif á stefnumál flokksins með áherslu á vellíðan eldri borgara og vinna að því að þeir hafi svigrúm til að vinna, hafi þeir heilsu til. Nú er það að raungerast. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraða er m.a. eftirfarandi: Hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund krónur á mánuði. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur og hætta að skattleggja verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumarkið í 20 milljónir. Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur. Afnema stimpilgjöld vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Allt þetta hafa verið baráttumál félaga eldri borgara landsins til langs tíma án árangurs – þangað til núna. Ljóst er að bæta þarf lífskjör þeirra sem aðeins fá greiddan grunnlífeyrir frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfsgreinasambands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krónur. Viðmið TR er hins vegar aðeins 330 þús. krónur. Þarna munar um 90 þús. krónum og eykst í 102 þús. krónur í byrjun næsta árs. Skerðingar TR varðandi tekjur umfram grunnlífeyrir eru 45 aurar á móti 1 aflaðri krónu. Þetta ber að fella út. Á annað þúsund einstaklingar búa við slæm kjör og mikilvægast af öllu að úr því verði bætt sem fyrst. Í raun býr þetta sama fólk við fátæktarmörk. Ég mun leggja áherslu á að þarna verði gerðar breytingar fái ég stuðning ykkar í komandi kosningum Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir. Vinstri flokkarnir boða SKATTAHÆKKANIR. Svo breytingarnar komist í gegn þarf Sjálstæðisflokkurinn að fá sterka kosningu 30. nóv. Kæri kjósandi, okkar er valið. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar