Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 10:32 Marta á ferðinni með boltann í sigrinum sæta gegn Kansas City Current í gær. Getty/Dustin Markland Brasilíska goðsögnin Marta er enn mögnuð í fótbolta, orðin 38 ára gömul, og hún skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Orlando Pride þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Kansas City. Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira