Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 21:26 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er ómyrkur í máli um búvörulög, sem dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi ólögmæt í dag og sagði stangast á við 44. grein stjórnarskrárinnar. Vísir Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Svandís Svavarsdóttir lagði fram frumvarp í fyrravetur, þegar hún var matvælaráðherra, um breytingar á búvörulögum. Frumvarpið var rætt í þinginu einu sinni áður en það fór til atvinnuveganefndar, sem gerði umtalsverðar breytingar á frumvaprinu. Sú útgáfa fór í aðra og svo þriðju umræðu áður en hún var gerð að lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýju lögin ólögmæt í morgun - þau stangist á við 44. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að lög skuli ræða þrisvar á Alþingi áður en þau eru samþykkt. „Samkvæmt því vinnulagi sem er á Alþingi þá var það mat nefndarsviðs á Alþingi og lögfræðinga sem þar starfa var atvinnuveganefnd innan ramma,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar. Þetta er kannski ákveðinn áfellisdómur yfir störfum þingsins? „Já, og mér finnst bara eðlilegt að svona máli sé áfrýjað til Hæstaréttar, í fjölskipað dómsvald. Í þessu tilliti erum við að tala um einn dómara. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið sem ábyrg ríkisstofnun fylgi því eftir, því þetta snýr að Samkeppniseftirlitinu,“ segir Þórarinn. Segir markmið laganna þau sömu Fram kemur í dómnum að frumvarpið hafi tekið of miklum breytingum eftir að það fór fyrir atvinnuveganefnd. Í raun hafi upphaflegt frumvarp og það sem var samþykkt átt fátt sameiginlegt annað en þingmálsnúmerið og heitið. „Þetta er náttúrulega alveg galið og við svo sem bentum á þetta á sínum tima að það væri öllu snúið á hvolf í þessu frumvarpi á milli umræðna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdatjóri Félags atvinnurekenda, hefur ítrekað gagnrýnt lögin.Vísir/Einar „Við bentum á að þetta væri ekki að fá rétta stjórnskipulega meðferð, við bentum á að þetta væri allt annað frumvarp en búið væri að fara í gegnum samráðsferli stjórnarráðsins og þingsins og það væri í raun ekki búið að kanna áhrif lagasetningarinnar.“ „Því er ég algjörlega ósammála, vegna þess að markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð. Hún afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við afurðir á kjötafurðum,“ segir Þórarinn Ingi. Segir hagræðinguna koma í veg fyrir verðhækkanir Þórarinn sagði í viðtali við mbl.is í dag að breytingarnar hafi verið til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Geturðu útskýrt hvernig það sé neytendum til hagsbóta að afurðarstöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum? „Grunnurinn er þessi að til þess að ná fram hagræðingu í þessum geira geturðu borgað bændum hærra verð og það er nauðsynlegt. Til að borga bændum hærra verð þarftu að geta hagrætt innan geirans. Segjum sem svo að við myndum ekki hagræða neitt en borga alltaf bændum hærra og hærra verð, sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda, þarf að koma því með verðhækkun út í verðlagið,“ segir Þórarinn. Seldi ekki hlut sinn til KS Frumvarp atvinnuveganefndar hefur verið mjög umdeilt og formaðurinn, Þórarinn Ingi, verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna afskipta hans af lögunum og hafsmunatengsla en hann á hlut í Búsæld, sem á hlut í Kjarnafæði Norðlenska, sem Kaupfélag Skagfirðinga keypti. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu.“ Kom einhvern tíma upp að fulltrúar KS hafi beitt sér til að reyna að hafa áhrif á þig eða einhvern annan í nefndinni á meðan frumvarpið var til meðferðar? „Þeir komu fyrir nefndina, fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði. Eins og gengur og gerist í vinnslu svona mála þá koma [hagaðilar]. Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda og fleiri aðilar sendu inn umsögn um málið á milli annarrar og þriðju umræðu. Þar af leiðandi er það þannig að þessir aðilar hafa allir sent inn umsagnir og komu sem gestir fyrir nefndina. Þannig eru þessi mál unnin.“ Keppinautarnir „stikkfrí“ Nýju lögin gerðu það að verkum að afurðarstöðvar urðu undanþegnar samkeppnislögum og gengu kaupin því í gegn án þess að koma til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þetta þýðir að kjötinnflutningsfyrirtæki, sem eru til dæmis hér í félaginu og eru í beinni samkeppni við kjötafurðarstöðvarnar, sem eru líka stórir kjötinnflytjendur þau búa við samkeppnislögin. Þar liggur allt að sex ára fangelsi við samráðsbrotum, þau þurfa að fara í gegnum nálarauga Samkeppniseftirlitsins við sameiningar, á meðan keppinautar þeirra eru stikkfrí,“ segir Ólafur. „Nú þarf Samkeppniseftirlitið væntanlega að meta hvað það gerir ég heldþað hljóti að þurfa að skoða alla gerninga sem hafa verið gerðir á grundvelli þessara laga því þeir eru augljóslega ólögmætir.“ „Þetta hlýtur að vera ævarandi skömm þeirra þingmanna sem hleyptu þessu í gegn og samþykktu þetta.“ „Kaupfélag Skagfirðinga fór þá leið að breyta sínum samþykktum og vera framleiðendafélag“ Er ekki óeðlilegt að afurðarstöðvarnar, sem eru stórir innflutningsaðilar, lúti ekki sömu lögum og aðrir sem einungis eru innflutningsaðilar? „Fyrst og fremst eru þessir aðilar að þjónusta innlenda matvælaframleiðslu. Um það snúast þessi lög. Þeir aðilar sem eru að flytja inn vöru eru í sjálfu sér ekki að þjónusta innlenda matvælaframleiðslu,“ segir Þórarinn. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppnin á matvörumarkaði er að megninu til erlendis frá. Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum en það er langt frá því að vera á öllum vörum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ En er ekki óeðlilegt að stórir innflutningsaðilar, eins og KS, lúti ekki samkeppnislögum? „Nú er það þannig að þetta frumvarp snýr að því að menn þurfa að vera framleiðendafélag. Frumvarpið snýr að framleiðendafélögum. Kaupfélag Skagfirðinga fór þá leið að breyta sínum samþykktum og vera framleiðendafélag þannig að þeir gætu undirgengist þær reglur sem settar voru. Ef Innnes er framleiðendafélag þá gildir væntanlega um það, það nákvæmlega sama en Innnes er ekki framleiðendafélag. Það er stóri munurinn.“ „Eðlilegt að málið fari bara alla leið áður en gjörningum er snúið við“ Finnurðu til ábyrgðar, sem formaður nefndarinnar? „Ég finn auðvitað til ábyrgðar á öllum þeim verkum sem maður stundar þarna inni. Það er mikil ábyrgð að vera formaður atvinnuveganefndar. Þar af leiðandi er ég á þeirri skoðun að við höfum farið eftir þeim leikreglum sem við höfum sett upp á Alþingi,“ segir Þórarinn. Hann segir að áður en Samkeppniseftirlitið fer að skoða þá gjörninga sem gerðir hafa verið í skjóli laganna eigi þau að fara til skoðunar fyrir æðri dómstigum. „Þetta er héraðsdómur. Þar geta aðilar farið í mál fram og til baka í kring um þetta mál líka. Mér þætti eðlilegast að þetta yrði tekið og færi fyrir fjölskipaðan dóm þar sem farið yrði yfir málið,“ segir hann. Væri þá ekki eðlilegt að þeir gjörningar sem hafa verið gerðir verði settir á salt á meðan úr þessu er skorið? „Ég þekki ekki hvernig það eigi að fara fram en það sem búið er, því verður ekki breytt reikna ég með.[...] Það er eðlilegt að málið fari bara alla leið áður en gjörningum er snúið við.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. 18. nóvember 2024 17:17 Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum sennilega fordæmalausan. Hann segir dóminn réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. 18. nóvember 2024 17:07 „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. 18. nóvember 2024 15:41 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir lagði fram frumvarp í fyrravetur, þegar hún var matvælaráðherra, um breytingar á búvörulögum. Frumvarpið var rætt í þinginu einu sinni áður en það fór til atvinnuveganefndar, sem gerði umtalsverðar breytingar á frumvaprinu. Sú útgáfa fór í aðra og svo þriðju umræðu áður en hún var gerð að lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýju lögin ólögmæt í morgun - þau stangist á við 44. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að lög skuli ræða þrisvar á Alþingi áður en þau eru samþykkt. „Samkvæmt því vinnulagi sem er á Alþingi þá var það mat nefndarsviðs á Alþingi og lögfræðinga sem þar starfa var atvinnuveganefnd innan ramma,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar. Þetta er kannski ákveðinn áfellisdómur yfir störfum þingsins? „Já, og mér finnst bara eðlilegt að svona máli sé áfrýjað til Hæstaréttar, í fjölskipað dómsvald. Í þessu tilliti erum við að tala um einn dómara. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið sem ábyrg ríkisstofnun fylgi því eftir, því þetta snýr að Samkeppniseftirlitinu,“ segir Þórarinn. Segir markmið laganna þau sömu Fram kemur í dómnum að frumvarpið hafi tekið of miklum breytingum eftir að það fór fyrir atvinnuveganefnd. Í raun hafi upphaflegt frumvarp og það sem var samþykkt átt fátt sameiginlegt annað en þingmálsnúmerið og heitið. „Þetta er náttúrulega alveg galið og við svo sem bentum á þetta á sínum tima að það væri öllu snúið á hvolf í þessu frumvarpi á milli umræðna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdatjóri Félags atvinnurekenda, hefur ítrekað gagnrýnt lögin.Vísir/Einar „Við bentum á að þetta væri ekki að fá rétta stjórnskipulega meðferð, við bentum á að þetta væri allt annað frumvarp en búið væri að fara í gegnum samráðsferli stjórnarráðsins og þingsins og það væri í raun ekki búið að kanna áhrif lagasetningarinnar.“ „Því er ég algjörlega ósammála, vegna þess að markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð. Hún afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við afurðir á kjötafurðum,“ segir Þórarinn Ingi. Segir hagræðinguna koma í veg fyrir verðhækkanir Þórarinn sagði í viðtali við mbl.is í dag að breytingarnar hafi verið til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Geturðu útskýrt hvernig það sé neytendum til hagsbóta að afurðarstöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum? „Grunnurinn er þessi að til þess að ná fram hagræðingu í þessum geira geturðu borgað bændum hærra verð og það er nauðsynlegt. Til að borga bændum hærra verð þarftu að geta hagrætt innan geirans. Segjum sem svo að við myndum ekki hagræða neitt en borga alltaf bændum hærra og hærra verð, sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda, þarf að koma því með verðhækkun út í verðlagið,“ segir Þórarinn. Seldi ekki hlut sinn til KS Frumvarp atvinnuveganefndar hefur verið mjög umdeilt og formaðurinn, Þórarinn Ingi, verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna afskipta hans af lögunum og hafsmunatengsla en hann á hlut í Búsæld, sem á hlut í Kjarnafæði Norðlenska, sem Kaupfélag Skagfirðinga keypti. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu.“ Kom einhvern tíma upp að fulltrúar KS hafi beitt sér til að reyna að hafa áhrif á þig eða einhvern annan í nefndinni á meðan frumvarpið var til meðferðar? „Þeir komu fyrir nefndina, fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði. Eins og gengur og gerist í vinnslu svona mála þá koma [hagaðilar]. Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda og fleiri aðilar sendu inn umsögn um málið á milli annarrar og þriðju umræðu. Þar af leiðandi er það þannig að þessir aðilar hafa allir sent inn umsagnir og komu sem gestir fyrir nefndina. Þannig eru þessi mál unnin.“ Keppinautarnir „stikkfrí“ Nýju lögin gerðu það að verkum að afurðarstöðvar urðu undanþegnar samkeppnislögum og gengu kaupin því í gegn án þess að koma til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þetta þýðir að kjötinnflutningsfyrirtæki, sem eru til dæmis hér í félaginu og eru í beinni samkeppni við kjötafurðarstöðvarnar, sem eru líka stórir kjötinnflytjendur þau búa við samkeppnislögin. Þar liggur allt að sex ára fangelsi við samráðsbrotum, þau þurfa að fara í gegnum nálarauga Samkeppniseftirlitsins við sameiningar, á meðan keppinautar þeirra eru stikkfrí,“ segir Ólafur. „Nú þarf Samkeppniseftirlitið væntanlega að meta hvað það gerir ég heldþað hljóti að þurfa að skoða alla gerninga sem hafa verið gerðir á grundvelli þessara laga því þeir eru augljóslega ólögmætir.“ „Þetta hlýtur að vera ævarandi skömm þeirra þingmanna sem hleyptu þessu í gegn og samþykktu þetta.“ „Kaupfélag Skagfirðinga fór þá leið að breyta sínum samþykktum og vera framleiðendafélag“ Er ekki óeðlilegt að afurðarstöðvarnar, sem eru stórir innflutningsaðilar, lúti ekki sömu lögum og aðrir sem einungis eru innflutningsaðilar? „Fyrst og fremst eru þessir aðilar að þjónusta innlenda matvælaframleiðslu. Um það snúast þessi lög. Þeir aðilar sem eru að flytja inn vöru eru í sjálfu sér ekki að þjónusta innlenda matvælaframleiðslu,“ segir Þórarinn. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppnin á matvörumarkaði er að megninu til erlendis frá. Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum en það er langt frá því að vera á öllum vörum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ En er ekki óeðlilegt að stórir innflutningsaðilar, eins og KS, lúti ekki samkeppnislögum? „Nú er það þannig að þetta frumvarp snýr að því að menn þurfa að vera framleiðendafélag. Frumvarpið snýr að framleiðendafélögum. Kaupfélag Skagfirðinga fór þá leið að breyta sínum samþykktum og vera framleiðendafélag þannig að þeir gætu undirgengist þær reglur sem settar voru. Ef Innnes er framleiðendafélag þá gildir væntanlega um það, það nákvæmlega sama en Innnes er ekki framleiðendafélag. Það er stóri munurinn.“ „Eðlilegt að málið fari bara alla leið áður en gjörningum er snúið við“ Finnurðu til ábyrgðar, sem formaður nefndarinnar? „Ég finn auðvitað til ábyrgðar á öllum þeim verkum sem maður stundar þarna inni. Það er mikil ábyrgð að vera formaður atvinnuveganefndar. Þar af leiðandi er ég á þeirri skoðun að við höfum farið eftir þeim leikreglum sem við höfum sett upp á Alþingi,“ segir Þórarinn. Hann segir að áður en Samkeppniseftirlitið fer að skoða þá gjörninga sem gerðir hafa verið í skjóli laganna eigi þau að fara til skoðunar fyrir æðri dómstigum. „Þetta er héraðsdómur. Þar geta aðilar farið í mál fram og til baka í kring um þetta mál líka. Mér þætti eðlilegast að þetta yrði tekið og færi fyrir fjölskipaðan dóm þar sem farið yrði yfir málið,“ segir hann. Væri þá ekki eðlilegt að þeir gjörningar sem hafa verið gerðir verði settir á salt á meðan úr þessu er skorið? „Ég þekki ekki hvernig það eigi að fara fram en það sem búið er, því verður ekki breytt reikna ég með.[...] Það er eðlilegt að málið fari bara alla leið áður en gjörningum er snúið við.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. 18. nóvember 2024 17:17 Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum sennilega fordæmalausan. Hann segir dóminn réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. 18. nóvember 2024 17:07 „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. 18. nóvember 2024 15:41 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. 18. nóvember 2024 17:17
Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum sennilega fordæmalausan. Hann segir dóminn réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. 18. nóvember 2024 17:07
„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. 18. nóvember 2024 15:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent