Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:17 Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun